Úrslit í öldungaflokkum í Meistaramóti GA

Verðlaunahafar í Meistaramóti 2008
Verðlaunahafar í Meistaramóti 2008

Hér eru helstu úrslit úr öldungaflokkum.

Öldungaflokkarnir kláruðu sína hringi í gær, keppt var í 4 flokkum öldunga hér koma helstu úrslit.

Konur 50 ára og eldri

Jakobína Reynisdóttir í 1. sæti á 292 höggum, Guðný Óskarsdóttir á 293 og Aðalheiður Guðmundsdóttir á 294 höggum.

Karlar 55 ára og eldri

Haraldur Júlíusson í 1. sæti á 235 höggum, Viðar Þorsteinsson á 242 í öðru sæti og Sævar Gunnarsson í 3. sæti á 245 höggum.

Konur 65 ára og eldri

Í 1. sæti Aðalheiður Alfreðsdóttir á 322 höggum, Þyrí Þorvaldsdóttir á 323 í öðru sæti og Guðrún Kristjánsdóttir í 3. sæti á 357 höggum

Karlar 70 ára og eldri

Í 1. sæti Árni Björn Árnason á 260 höggum, Haukur Jakobsson á 268 höggum í öðru sæti og í því þriðja var Haukur Jónsson á 284 höggum.

Fleiri myndir hér á síðunni.