Úrslit í golfmóti helgarinnar

Í gær laugardaginn 22. nóvember fór fram annað mót mánaðarins.  Verður þetta að teljast óvenjulegt þar sem að það er kominn nóvember :)

Það voru 73 hressir spilarar sem mættu til leiks og skemmtu sér vel.  Gott skor sást hjá mörgum kylfingum.

Það var hann Heimir Jóhannsson sem átti stórgóðan dag í gær og lék flott golf.  Heimir spilaði tvo yfir pari og átti besta skor dagsins ásamt Jóni Gunnari. 

Úrslit mótsins voru eftirfarandi:

Höggleikur:  Jón Gunnar Traustason, tveir yfir pari.

Punktakeppni:  1. sæti.  Heimir Jóhannsson

                         2. sæti.  Sigurður Samúelsson

                         3. sæti.  Sigþór Harðarson

Þökkum við öllum keppendum kærlega fyrir daginn.

Ef veður leyfir er aldrei að vita nema að við skellum í annað mót :)

Myndin var fengin að láni frá Jóni Gunnari Traustasyni