ÚRSLIT HJÁ GA SVEITUM FYRRI PART DAGSINS

Nú um helgina taka 2 sveitir frá GA þátt í Sveitakeppni GSÍ

Á Akranesi keppir sveit GA karla en hana skipa Aðalsteinn Leifsson, Aron Elí, Eyþór Hrafnar, Jason James, Kristján Benedikt, Stefán Einar, Víðir Steinar og Sturla. Þeir byrjuðu á leik við sveit GFB og töpuðu þar 3-2, en Eyþór vann sinn leik 2/1 og fjórmenningar (Stefán og Jason) unnu sinn leik 2/1. Næst leika þeir við sveit NK.

Á GKG fer fram 1. deild kvenna. Sveitina skipa þær Stefanía Elsa, Stefanía Kristín, Halla Berglind, Ólavía Klara, Andrea Ýr og Matthea Sigurðardóttir. Þær byrjuðu á leik við sveit GK og töpuðu 5-0. Næst leika þær við sveit GKG.

Við hjá GA munum koma með frekari upplýsingar þegar líður á keppnirnar.