Úrslit hjá GA sveitum fyrri part dagins

Hér á Akureyri unnu sveit GA 3-0 sigur á GK-B sveit, Kristján vann 4/3, Tumi 4/2 og Víðir/Stefán 2/1. Strákarnir eru á toppi riðilsins og mæta GR í næsta leik. Sveit GA/GHD/GÓ var óheppin í leik sínum gegn GK-A sveit og tapaði 3-0. Aðalsteinn tapaði 5/4, Arnór Snær 2/1 og Aron Elí/Fannar töpuðu 1/0. Þeir spila við GV í næstu umferð. Sveit GA/GH tapaði sínum leik 3-0 á móti GHG/GSG, strákarnir sýndu flottan leik í þessari viðureign. Þeir sitja hjá seinni partinn í dag og spila síðan um 13.sætið á morgun. 

Á Hellu unnu strákarnir okkar GKG-B sveit 2-1. Lárus Ingi vann 3/1, Gunnar Aðalgeir 6/4 en fjórmenningurinn með þá Mikael Mána og Hákon Inga tapaðist 6/4. Næsti leikur þeirra er á móti GR.

Á Flúðum gerðu stelpurnar okkar í GA/GÓ sér lítið fyrir og skelltu GR-B sveit 2-1, þær hafa því unnið báðar GR sveitirnar. Andrea Ýr vann sinn leik 9/7, Guðrún Fema sigraði 10/8 en fjórmenningurinn með þær Ólavíu og Tinnu tapaði naumlega 2/1. Þær spila næst á móti GKG-B sveit. 

Öldungasveit okkar í kvennaflokki tapaði fyrir GM 4-1. Þórunn Anna vann sinn leik 6/5. Þær spila næst á móti GKB. 

Frekari upplýsingar koma í kvöld. Áfram GA