Úrslit hjá GA sveitum fyrir lokadaginn

Strákarnir stóðu sig gríðarlega vel í 4. umferð þar sem þeir unnu GG 4-1, þar sem fjórmenningurinn (Aðalsteinn og Stefán Einar) unnu 4/3, Víðir Steinar vann sinn leik á 19. holu, Kristján Benedikt 4/3 og Eyþór Hrafnar öruggt 6/5.

Stelpurnar stóður sig einnig gríðarlega vel og unnu GO í 4. umferð 4-1. Fjórmenningurinn (Ólavía Klara og Halla Berglind) unnu 2/1, Stefanía Elsa 1/0, Andrea Ýr 8/6, Stefanía Kristín 7/6.

Glæsilegt hjá okkur fólki