Uppskeruhátíð unglinga GA

Lokahóf unglingaráðs var haldið á fimmtudaginn.

Glatt var á hjalla og slegið var upp pizzuveislu og farið í leiki. Allir yngri en 12 ára og allir byrjendur fengu afhent viðurkenningarskjal og eftirtaldir fengu sérstök verðlaun;

Kristján Benedikt Sveinsson: Efnilegastur yngri en 14 ára

Ævarr Freyr Birgisson: Bestur yngri en 14 ára

Björn Auðunn Ólafsson: Bestur og efnilegastur 15 ára og eldri

Stefán Einar Sigmundsson: Sérstök hugarfarsverðlaun

Stefanía Kristín Valgeirsdóttir: Verðlaun fyrir góða ástundun

Kjartan Atli Ísleifsson: Verðlaun fyrir góða ástundun

Sérstök verðlaun fyrir góðan árangur: Stefanía Elsa Jónsdóttir