Uppskeruhátíð unglinga

Mikið var um dýrðir á föstudaginn á uppskeruhátíð unglinga

Unglingaráð og kennari stóðu fyrir uppskeruhátíð á föstudag þar sem árið 2013 var gert upp. Margir hlutu viðurkenningar fyrir góða ástundun, framfarir og árangur í sumar.

Brian og unglingaráð voru búin að setja upp keppnir í golfhermi, TrackMan og á púttvelli sem vöktu mikla lukku hjá krökkunum.

Boðið var upp á pizzuveislu í lokin.