Uppskeruhátíð Barna og Unglinga hjá GA

Lokahóf og uppskeruhátíð barna og unglinga var haldið í gær. Veittar voru viðurkenningar fyrir mestu forgjafarlækkun sumarsins í nokkrum flokkum:

  • 6,4 og lægra: Veigar Heiðarsson (5,4 í 2,6)
  • 6,5-15,4: Skúli Gunnar Ágústsson (6,6 í 2,2)
  • 15,5-25,4: Ragnar Orri Jónsson (23,4 í 12,1)
  • 25,5-36,4: Ólafur Kristinn Sveinsson (30,9 í 12,1)
  • 36,5-54: Bryndís Eva Ágústsdóttir (40,2 í 27,1) 

Vert er að nefna að iðkendur GA hafa staðið sig einstaklega vel í sumar; leikmenn GA náðu 20 sinnum verðlaunasæti á stigamótum GSÍ, þar af 10 verðlaunasæti á Íslandsmótum og 3 verðlaunasætum á stigalista GSÍ en eftirfarandi aðilar unnu til verðlauna á Íslandsmótum og stigalista GSÍ:

Veigar Heiðarsson varð Íslandsmeistari og Stigameistari í flokki 14 ára og yngri drengja

Skúli Gunnar Ágústsson varð í 2. sæti á Íslandsmóti og 3. sæti á Stigalista GSÍ í flokki 14 ára og yngri drengja

Óskar Páll Valsson varð í 3. sæti á báðum Íslandsmótum og á stigalista GSÍ í flokki 15-16 ára drengja

Andrea Ýr Ásmundsdóttir varð í 3. og 2. sæti á Íslandsmótum í flokki 17-18 ára stúlkna

Lárus Ingi Antonsson varð í 2. sæti á Íslandsmóti í flokki 17-18 ára drengja

 

Við hjá GA óskum þeim til hamingju með árangurinn og hlökkum til að fylgjast með þeim í framtíðinni.