Uppselt er í Arctic Open

Óhætt er að segja að ásókn í Arctic Open hafi aldrei verið eins mikil eins og fyrir mótinu í ár. 

Uppselt er orðið í mótið og eru tæplega 50 kylfingar á biðlista eftir að komast í þetta skemmtilega mót.

Mótið er haldið dagana 20.-22. júní og ef kylfingar vilja komast á biðlista og freista gæfunnar að komast í mótið eru þeir beðnir um að hafa samband á tölvupósti á jonheidar@gagolf.is