Unglingarnir stóðu sig vel á Íslandsmótinu

Íslandsmót unglinga í höggleik fór fram á Kiðjabergi um síðustu helgi.

Frá GA fóru 12 unglinga, 11 strákar og 1 stúlka. Spiluðu þau 56 holur í mjög svo fjölbreyttu veðri. Krakkarnir stóð sig gríðarlega vel eins og við var að búast enda hafa þau tekið miklum framförum undanfarið.

Drengir 14 ára og yngri:
5. Kristján Benedikt Sveinsson 78-77-82=237
10. Daníel Hafsteinsson 80-79-88= 247
15. Stefán Einar Sigmundsson 78-89-85=252
22. Fannar Már Jóhannsson 79-92-87= 258
30. Aðalsteinn Leifsson 90-87-90= 267 

Drengir 15-16 ára:
6. Ævarr Freyr Birgisson  76-77-78= 231
11. Eyþór Hrafnar Ketilsson 81-74-83= 238
12. Óskar Jóel Jónsson 75-83-82= 240
16. Tumi Hrafn Kúld 80-82-82= 244
17. Víðir Steinar Tómasson 79-79-86= 244

Drengir 17-18 ára:
8. Björn Auðunn Ólafsson 77-81-82=240

Stúlkur 15-16 ára:
10. Stefanía Elsa jónsdóttir 84-93-101= 278