Unglingamót NETTÓ

Miðnæturmót unglinga í GA

Unglingar í GA spiluðu "miðnæturgolf" í kvöld, stillt og fallegt veður var en frekar kalt.

Spilaðar voru 18 holur og sigraði Víðir Steinar Tómasson með 40 punkta, Finnur Heimisson var líka með 40 punkta en Víðir var betri á seinni 9 holunum. Kristján Benedikt Sveinsson var með 38 punkta í 3. sæti, Stefán Einar Sigmundsson í 4. sæti á 37 punktum og í 5. sæti Daníel Hafsteinsson líka á 37 punktum.

Lengsta teighögg átti Björn Auðunn Ólafsson á 15. braut. Þá voru veitt nándarverðlaun á 4. og 18. braut. Á 4. var það Daníel Hafsteinsson sem var næstur holu eða 10. 39 m á 18. var það Víðir Steinar sem var næstur holu eða á 61 cm.

Dregið var úr skorkortum í lokin.

Vill Golfklúbburinn þakka NETTÓ fyrir frábært mót.