Unglingalandsmót UMFÍ

Unglingalandsmót UMFÍ fór fram um helgina á Selfossi. Í golfkeppninni átti Golfklúbbur Akureyrar 6 keppendur sem stóðu sig allir mjög vel. 

Kristján Benedikt Sveinsson gerði sér lítið fyrir og setti vallarmet á raðum teigum en hann spilaði á 69 höggum, eða einu höggi undir pari. Með þessum frábæra hring vann hann 11-13 ára flokk pilta. 
Aðalsteinn Leifsson endaði svo í 2. sæti í flokki 14-15 ára pilta. Í þeim flokki voru spilaðir tveir hringir og endaði hann aðeins einu höggi frá efsta sætinu.

11-13 ára piltar (rauðir teigar):
1. Kristján Benedikt Sveinsson 69 högg (-1)
5. Daníel Hafsteinsson 79 högg (+9)
22. Gunnar Sigurðsson 104 högg (+34)
26. Áki Sölvason 114 högg (+44)

14-15 ára piltar (gulir teigar):
2. Aðalsteinn Leifsson 82-78= 160 (+20)
12. Fannar Már Jóhannsson 89-86= 175 högg (+35) 

Golfklúbburinn óskar þessum drengjum til hamingju með árangurinn.