Unglingalandsmót Íslands hófst í dag

Unglingalandsmót Íslands sem haldið er á Akureyri í ár hófst í dag þegar keppni í golfi byrjaði á Jaðri.

Það eru rétt tæplega 60 keppendur sem hófu leik og verða spilaðar 18 holur í dag og svo 18 holur á morgun föstudag.

Rástíma er hægt að nálgast inn á golf.is