Umgengni á Jaðarsvelli

Ágætu kylfingar

Við hvetjum ykkur eindregið til að halda áfram að ganga vel um Jaðarsvöll þó svo haustið sé farið að birtast. Mikið hefur vantað upp á að kylfingar geri við bolta- og kylfuför undanfarnar vikur og er mjög mikilvægt að halda áfram að hugsa vel um völlinn okkar nú á haustmánuðum svo við getum spilað á honum eins góðum og hægt er áfram.

Eins minnum við á kylfingar þurfa að skrá sig á teig á golfbox eins og venja er. Þó umferð sé minni á haustin er mikilvægi góðrar skráningar ekki minni og er nú hægt að skrá sig á fyrri eða seinni 9 eftir klukkan 16 á daginn. 

Hjálpumst að halda vellinum eins góðum og mögulegt er áður en veturkonungur tekur við.

Með kveðju

Starfsfólk GA