Tvö frá GA valin í landslið GSÍ fyrir EM liðakeppna

Ólafur Björn Loftsson, afreksstjóri Golfsambands Íslands, hefur valið landsliðin sem taka þátt á Evrópumótum kvenna, karla, stúlkna og pilta dagana 9.-13. júlí og á GA tvo fulltrúa í þessum landsliðum.

Í piltalandsliðinu er hann Veigar Heiðarsson en Veigar hefur verið hluti af landsliðinu í nokkur ár og mun íslenska liðið halda til Austurríkis og taka þar þátt í EM. Þjálfari er Birgir Björn Magnússon og óskum við Veigari til hamingju með valið og góðs gengis í komandi verkefni. 

Í stúlknalandsliðinu er hún Bryndís Eva Ágústsdóttir en hún Bryndís er að fá sitt fyrsta landsliðskall og svo sannarlega spennandi verkefni framundan en liðið heldur til Svíþjóðar og mun þar taka þátt í EM. Þjálfari er Guðrún Brá Björgvinsdóttir og óskum við Bryndísi til hamingju með valið og óskum henni góðs gengis.

Þetta er mikill heiður fyrir okkar krakka og það góða starf sem hér er unnið en til viðbótar við þessa krakka eru þau Skúli Gunnar Ágústsson sem er uppalinn hér í klúbbnum en skipti yfir í GK fyrir sumarið og Auður Bergrún Snorradóttir sem æfði og lék golf fyrir GA allt til ársins 2022 í pilta- og stúlknalandsliðinu.