Tvær holur í höggi á fyrsta hring Meistaramóts

Flottir taktar sáust á fyrsta degi Meistaramótsins og fóru tveir kylfingar holu í höggi!

Bæði þessi högg komu á seinni níu, var það hann Patrik Róbertsson sem sló draumahöggið á 11. holu og hann Rúnar Antonsson fékk sitt á 14. Holu.

Við óskum þeim auðvitað innilegra hamingjuóska með draumahöggið!