Tumi Kúld með á sterku móti í Portúgal

Tumi Kúld tók þátt í sterku unglingamóti nú um nýliðna helgi sem fram fór í Portúgal, með honum í för var Arnór S Guðmundsson frá Dalvík.

Stóðu þeir sig báðir vel og spiluðu ágætis golf.

Arnór lék hringina þrjá á einu höggi yfir pari samtals (76-69-72). Tumi lék á +11 samtals (75-80-72).

Mótið, sem ber nafnið Portuguese Intercollegiate Open, fór fram á Christie O’Connor vellinum við Algarve í Portúgal.

Englendingurinn Harry Konig stóð uppi sem sigurvegari á mótinu en hann lék á sex höggum undir pari vallar samtals, (74-64-72).

Þess má geta að þetta mót er hluti af Global Junior Golf mótaröðinni sem mætir hingað á Jaðar í sumar.