Tumi Kúld lék á úrtökumótinu fyrir Nordic League

Tumi lék hringinn í gær á 79 höggum (+7) og náði góðum hrin í dag uppá 74 högg  (+2) og lék því hringina tvo á 153 höggum (+9).  
Þetta skilaði honum í 47. sæti af 78 leikmönnum.  Aðeins 22 efstu kylfingarnir komust áfram á lokastigið sem fer fram á sama velli dagana 13-15. október. Tumi lék stöðugt og gott golf báða dagane en púttin sviku hann því miður aðeins á erfiðum flötunum.  
Engu að síður flottur árangur hjá Tuma og mjög gott veganesti fyrir framtíðina.

Mótið fór fram á Robert Trent Jones vellinum á Skjoldnæsholm golfklbb, (6.500 m, par 72), rétt utan við Roskilde í Danmörku.

Alls voru 8 íslenskir kylfingar með í mótinu og komust þrír þeirra áfram á lokastigið, en það eru þeir Andri Þór Björnsson (GR), Haraldur Franklín Magnús (GR) og Björn Óskar Guðjónsson.  Óskum við þeim hjartanlega til hamingju með frábæran árangur og góðs gengis í framhaldinu.

Úrslitin úr mótinu má sjá hér