Tumi Kúld að standa sig vel í Bandaríkjunum

Klúbbmeistarinn okkar hann Tumi Hrafn Kúld byrjar tímabilið í bandaríska háskólagolfinu með krafti en hann er á sínu fyrsta ári í Western University. 

Tumi spilaði fanta gott golf og spilaði báða hringina á einu yfir pari og fékk í heildina 28 pör á hringjunum tveimur, flest pör allra í mótinu. 

Hér má sjá úrslitin úr mótinu og hér má sjá frétt um árangurinn.