Tumi Hrafn Kúld Íslandsmeistari í holukeppni

Tumi Kúld. (Mynd fengin af kylfingur.is)
Tumi Kúld. (Mynd fengin af kylfingur.is)

Fyrr í dag eignuðumst við GA félagar Íslandsmeistara þegar að hann Tumi Hrafn Kúld gerði sér lítið fyrir og vann sinn flokk í Íslandsmótinu í holukeppni.

Þetta er frábær árangur hjá honum Tuma og lagði hann marga frábæra kylfinga á leið sinni að titilinum.  Óskum við Tuma kærlega til hamingju með þennan frábæra árangur.

Alllir okkar krakkar sem tóku þátt í mótinu stóðu sig frábærlega og komust þau Andrea Ýr og Kristján Benedikt einnig á pall í sínum flokkum.  Kristján varð í þriðja sæti og Andrea í öðru sæti.

Óskum við þeim sem og öllum krökkunum sem þátt tóku í mótinu til hamingju með árangurinn og það er alveg ljóst að framtíðin er björt hjá GA.