Tumi Hrafn, Kristján Benedikt og Andrea Ýr Íslandsmeistarar í Holukeppni

GA var rétt í þessu að eignast þrjá nýja Íslandsmeistara þegar að þau Tumi Hrafn Kúld, Kristján Benedikt Sveinsson og Andrea Ýr Ásmundsdóttir unnu öll sýna leiki á Íslandsmótinu í holukeppni sem fram fer á Hellu. 

Tumi varð Íslandsmeistari í flokki 17 - 18 ára drengja og varði þar með titilinn frá því fyrra.

Kristján Benedikt sigraði í flokki 15 - 16 ára drengja og Andrea í flokki 13 -14 ára stelpna

 

Þetta er frábær árangur hjá þessum efnilega kylfingum og óskum við þeim kærlega til hamingju með sigrana.