Tumi Hrafn góður í gær

Tumi Hrafn
Tumi Hrafn

Tumi Hrafn Kúld úr Golfklúbbi Akureyrar og Björn Óskar Guðjónsson Golfklúbbi Mosfellsbæjar hófu keppni í gær á Welsh Open Youth.

Tumi spilaði mjög vel í gær og er jafn í 27. sæti á 74 höggum eða 2 yfir pari. Hann fékk fjóra skolla og einn örn á hringnum.

Björn átti ekki jafn góðan hring en hann spilaði á 79 höggum eða 7 yfir pari en hringurinn hans samanstóð af þremur fuglum, sex skollum og tveimur tvöföldum skollum. Hann er jafn í 78. sæti.

Spilað er þrjá daga og komast 45 efstu áfram en á þriðja degi eru spilaðar 36 holur.

Óskum við Tuma og Birni góðs gengis í dag og á morgun