Trjágróður á Jaðri snyrtur

Nú á haustmánuðum hafa vaskir sjálboðaliðar hjá GA tekið sig til við það að snyrta trjágróðurinn á Jaðri.  Er það þarft verk þar sem trén eru ansi mörg og orðin gömul.

Ætlunin er að halda þessu áfram þegar tækifæri gefst til og veður leyfir.

Til stendur að færa hvíta teiginn á 3. braut aftar og upp á gamla teiginn á 4. braut.  Vegna þess þurfti að fjarlægja nokkur tré til þess að opna brautina betur og tókst það mjög vel.

Nýr 3. teigur - fyrir

Hér má sjá útsýnið af nýjum hvítum teig áður en tré voru fjarlægð.

 

Útsýnið af 3. teig - eftir

Hér er svo búið að fella nokkur tré!