Trackman iO komnir í herma 1&2

Nú rétt fyrir helgi kláruðum við að setja Trackman iO herma upp í golfherma eitt og tvö hjá okkur og eru því allir golfhermarnir okkar komnir með iO herma á efri hæðinni.

Síðasta vetur vorum við með iO herma í golfhermum 3-6 og Trackman 4 í golfhermum 1 og 2 en nú eru eins hermar alls staðar á efri hæðinni.

Eins og áður hefur komið fram erum við komin með tvö 75" sjónvörp í aðstöðuna líka og er því ljóst að þeir kylfingar sem nýta sér Inniaðstöðuna á Jaðri munu ekki missa af því helsta í íþróttalífinu á meðan þeir spila golf við fullkomnar aðstæður.

Bókaðu þinn tíma hér