Tölfræði GA (III) - gríðarleg aukning barna og unglinga hjá GA

Nú á næstu dögum munum við birta smá tölfræði yfir spilaða hringi á Jaðarsvelli, félagatal okkar og fleira í þeim dúr frá 2019.

Ljóst er að klúbburinn er á mikilli uppleið og stefnum við áfram hærra.

Félagatal okkar fyrir 2019 náði nýjum hæðum sem við erum gríðarlega ánægð með hjá GA. Heildarfjöldi meðlima á golf.is í október 2019 voru 820, þar af 793 sem voru skráðir með GA sem aðalklúbb. Það er aukning upp á 108 meðlimi eða 15% aukning á milli ára sem er glæsilegt! Þar af eru 230 yngri en 15 ára sem er aukning upp á 57 krakka eða 33% aukning. 

Það er því ljóst að barna- og unglingastarf hjá okkur í GA blómstrar þetta árið og erum við mjög ánægð með þessa þróun. Þau Heiðar Davíð og Stefanía Kristín eiga mikið hrós skilið fyrir flotta þjálfun og halda þau vel utan um starfið sem er í gangi hjá okkur. 

Við viljum halda áfram að gera betur og bæta starfið hjá okkur, þar á meðal barna- og unglingastarfið sem getur alltaf orðið betra þó það standi vissulega mjög vel núna. 

Jón Heiðar.