Mikil aukning íslenskra ferðamanna á Jaðarsvelli

Nú á næstu dögum munum við birta smá tölfræði yfir spilaða hringi á Jaðarsvelli og fleira frá árinu 2020. 

Ljóst er að klúbburinn er á mikilli uppleið og stefnum við áfram hærra.

Af þeim 26.982 hringjum sem spilaðir voru á Jaðarsvelli voru 6.853 hringir spilaðir af öðrum en GA félögum eða rétt rúmlega 25% hringja. Það er gríðarleg aukning frá undanförnum árum og er greinilegt að mikill íslenskur ferðamannastraumur var norður á Akureyri í sumar. 

Hjá vinavallaklúbbum okkar var mikil aukning, 125% aukning var á spili hjá Keilisfélögum og hjá GM félögum, 61% hjá GKG félögum og 69% hjá GO félögum. Það er ljóst að aukning innlendra gesta á Jaðarsvelli var gríðarlega mikil í sumar og tökum við fagnandi á móti fleiri gestum á næsta ári.

Erlendi ferðamaðurinn lét lítið sjá sig í sumar vegna aðstæðna í samfélaginu en við vonumst að sjálfsögðu til þess að betri staða á næsta ári muni gera þeim kleift að fá að heimsækja Jaðarsvöll sumarið 2021. Nú þegar hafa 27 erlendir kylfingar skráð sig til leiks í Arctic Open 2021 og vonumst við eftir því að sú tala fari vaxandi á næstu mánuðum.

Jón Heiðar.