Tölfræði GA 2019

Nú á næstu dögum munum við birta smá tölfræði yfir spilaða hringi á Jaðarsvelli, félagatal okkar og fleira í þeim dúr frá 2019.

Ljóst er að klúbburinn er á mikilli uppleið og stefnum við áfram hærra.

Í sumar var völlurinn opinn 166 daga sem er það mesta sem hann hefur verið opinn frá því að almennileg talning hófst sumarið 2014. Ljóst er á þessum tölum að við hjá GA getum verið stolt af því að geta boðið upp á að hafa völlinn okkar opinn rétt tæplega hálft ár þetta árið. 

Heildarspil skráða hringja var 21.625 hringir sem er það mesta frá árinu 2014 þegar veðrið var það besta í manna minnum. Líkur eru á að töluvert fleiri hringir hafi verið spilaðir sem kylfingar skráðu sig ekki á teig og því viljum við halda áfram að bæta það svo að tölfræði okkar geti verið eins nákvæm og hægt er að vera. 

Í júní, júlí og ágúst voru að meðaltali spilaðir rúmlega 161 hringur á dag á Jaðarsvelli sem verður að teljast mjög gott.

Við munum birta frekari tölfræði á þessum hringjum ásamt upplýsingum um félagatal okkar á næstu dögum.

Jón Heiðar.