Titleist Demódagar og FJ/Titleist útsölumarkaður á Jaðri

Titleist DEMO og FJ/Titleist útsölumarkaður

Á morgun fer fram Opna FJ og Titleist golfmótið og samhliða því ætla félagar okkar hjá golfdeild ÍSAM að bjóða upp á demodag og útsölumarkað.

Ingi Rúnar Gíslason mun kynna Titleist kylfur í Klöppum frá kl. 11-15 á morgun laugardag og veita ráðleggingar um val á kylfum og hvernig best sé að setja saman settið sitt. Af Titleist kylfum verður í boði að prófa TS línuna af trékylfum, T línuna af járnum, nýju Scotty Cameron pútterana og nýju SM8 fleygjárnin.

Útsölumarkaður verður haldinn inn í golfskála frá kl. 11-18 á morgun laugardag þar sem hægt verður að gera kjarakaup á FJ dömu- og herrafatnaði og golfskóm ásamt Titleist golfkylfum.

Hlökkum til að sjá sem flesta!