Tilnefningar GA til íþróttamanns Akureyrar

Á miðvikudaginn næsta verður kynntur íþróttamaður og íþróttakona Akureyrar við flotta athöfn í Hofi kl.17:30. Að venju tilnefna öll aðildarfélög ÍBA íþróttamann og íþróttakonu sem eru í kjöri fyrir þennan flotta titil. 

Fyrir árið 2018 tilnefna GA Andreu Ýr Ásmundsdóttir og Tuma Hrafn Kúld.

Andrea Ýr Ásmundsdóttir er 16 ára gömul og hefur komið sér í fremstu röð kylfinga á Íslandi unfanfarin ár.
Sumarið 2018 varð hún Íslandsmeistari í holukeppni í flokki 15-16 ára ásamt því að vera stigameistari í þeim flokki yfir sumarið. Á Íslandsmóti fullorðinna í holukeppni tapaði hún í bráðabana í 8 manna úrslitum gegn Ragnhildi Kristinsdóttir sem fór síðan alla leið og varð Íslandsmeistari. Andrea endaði síðan í 9. sæti í Íslandsmótinu í golfi sem haldið var í Vestmannaeyjum. Andrea Ýr hefur undanfarin ár verið í stúlknalandsliði Íslands í golfi og á því er engin undantekning fyrir árið 2019 en hún er ein sjö stúlkna sem skipa stúlknasveit Íslands fyrir árið 2019 fyrir stúlkur 18 ára og yngri.

Tumi Hrafn Kúld er 21 árs gamall kylfingur úr GA.
Á nýliðnu ári varð Tumi Akureyrarmeistari í golfi eftir flotta frammistöðu á Jaðarsvelli, endaði á að sigra með fjögurra högga forustu. Tumi endaði í 41 sæti á Íslandsmótinu í golfi, efstur allra karlkylfinga úr GA og var hluti af karlaliði GA sem endaði í 5.sæti í Íslandsmóti golfklúbba í efstu deild. Tumi endaði í 17. Sæti á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar fyrir árið 2018 og náði hæst 5-9 sæti á Emskipsmóti í sumar, Egils Gullmótinu í maí. Tumi endaði í 3.sæti í Íslandsmótinu í holukeppni í flokki 19-21 árs á árinu. Tumi fór ásamt fimm öðrum kylfingum til Spánar í janúar og keppti fyrir Íslandshönd í flokki 17-23 ára en Tumi hefur verið viðloðandi drengjasveitir Íslands undanfarin ár. Á haustmánuðum hóf Tumi nám á golfstyrk í Western Carolina University og endaði í 10. sæti á fyrsta móti sínu fyrir skólann. Tumi hefur verið að spila gott golf í Bandaríkjunum og bætt sig mikið sem kylfingur á þeim fjórum mánuðum sem hann hefur dvalið erlendis