Tilkynning frá LEK

Hætt við viðmiðunarmótin á Akureyri vegna vallarskilyrða

Tilkynning frá LEK 

"Eftir vandlega yfirferð og íhugun tók stjórn LEK þá ákvörðun í gær að flytja viðmiðunarmótin sem fara áttu fram á Akureyri 22. og 23. júlí n.k. Sökum þess óhagstæða tíðarfars sem ríkt hefur nú í vor og sumar þá hefur hinn bráðskemmtilegi Jaðarsvöllur alls ekki náð sér á strik og það þykir því ekki boðlegt að halda viðmiðunarmót við þær aðstæður. Sem betur fer skín nú sólin skært fyrir norðan þessa dagana og sendum við bestu óskir norður yfir heiðar með ósk um betri tíð næstu vikurnar. Er GA þakkað gott samstarf og verður vonandi hægt að mæta þar á næsta ári."

Stjórn LEK vinnur nú í því að útvega velli syðra fyrir þessi mót.

Annað: Það er í farvatninu að aldursmörk fyrir eldri kylfinga verði færð niður og er jafnvel líklegt að sú breyting taki gildi á næsta ári. Þessi breyting á við í flokki karla og er þannig að 55 ára mörkin verði færð í 50 ár og 70 ára mörkin í 65 ár. Þar sem ekki hefur enn fengist staðfesting á þessari breytingu mun verða hafður fyrirvari varðandi viðmiðunarmótin á næstunni vegna ársins 2012 þannig að þau verða opin kylfingum 50 ára og eldri.

Einnig er stjórn LEK nú að vinna að breytingum á stigaútreikningi fyrir viðmiðunarmótin 2012 og verða nýjar reglur sem og keppnisskilmálar birtar í dag eða á morgun.