Tilkynning frá GA vegna Covid-19

Að gefnu tilefni þá viljum við hjá GA koma því áleiðis að golfhermar eru áfram opnir hjá okkur en við viljum minna á að í takmörkuninni (samkomubann) felst einnig að á samkomum, öllum vinnustöðum og í allri annarri starfsemi skuli eftir því sem unnt er, rými skipulögð með þeim hætti að hægt sé að hafa a.m.k. tvo metra á milli einstaklinga.

Starfsmenn munu auka öll þrif og sjá til þess að aðstaðan sé til fyrirmyndar. Sérstök áhersla verður á helstu snertifleti svo sem hurðahúna og búnað golfhermis svo eitthvað sé nefnt.

Við höfum sett upp sprittstöð fyrir utan hurðina í kjallarann hjá okkur og eru sprittbrúsar og handsápur aðgengileg á salernum Golfhallarinnar. Við höfum fjarlægt allar könnur á kaffistofunni og munum bjóða upp á einnota kaffimál.