Tilboð á vetrarkennslu hjá Heiðari Davíð og Stefaníu

Golfkennararnir okkar þau Heiðar Davíð og Stefanía Kristín ætla að vera með vetrartilboð á kennslu hjá sér. 

5x30 mínútna kennsla hjá þeim kostar nú 20.000kr - aðeins er hægt að nýta kennsluna frá 1. nóvember- 1.maí.*

Við hvetjum GA félaga jafnt og aðra kylfinga til að nýta sér þetta tilboð og bæta golfsveifluna yfir vetrartímann. 

Kortin eru seld á skrifstofu GA.

* Takmarkað magn af kortum í boði - fyrstir koma, fyrstir fá.