Þrír GA kylfingar tóku þátt í Team Iceland Spring Invitational

Nú um helgina stóð GSÍ fyrir móti sem heitir Team Iceland Spring Invitational og spilaðar voru 54 holur á Hólmsvelli hjá GS, 36 á laugardegi og 18 á sunnudegi. Þrír GA kylfingar fengu boð í þetta mót en það voru þeir Skúli Gunnar Ágústsson, Veigar Heiðarsson og Ragnar Orri Jónsson. Aðeins 10 strákum og 10 stelpum var boðið þátttaka á mótinu og komust sigurvegarar inn á heimslista áhugamanna í golfi. 

Drengirnir okkar stóðu sig vel og sigraði Skúli Gunnar mótið á samtals þremur höggum undir pari en hann spilaði hringina þrjá á 71-69-73 höggum, þá endaði Veigar í 3. sæti á samtals tveimur höggum yfir pari 72-72-73 og Ragnar Orri í 9. sæti á 78-79-80.

Glæsilega gert hjá strákunum og óskar GA, Skúla Gunnari, til hamingju með sigurinn.