Þriðjudagsmót GA og Greifans

Þriðjudagsmót GA og Greifans verður á sínum stað í sumar og hvetjum við alla GA félaga til að taka þátt. 

Nú þegar hafa tvö mót verið spiluð og voru efstur þrjú sætin í hvorum flokki sem hér segir:
21.maí - 1. mót
Höggleikur
1.sæti: Víðir Steinar Tómasson 76 högg
2.sæti: Örvar Samúelsson 77 högg
3.sæti: Eyþór Hrafnar Ketilsson 81 högg
Punktakeppni
1.sæti: Víðir Steinar Tómasson 36 punktar
2.sæti: Örvar Samúelsson 34 punktar (betri á seinni 9)
3.sæti: Guðrún Karítas Garðarsdóttir 34 punktar
28.maí - 2. mót
Höggleikur
1.sæti: Sturla Höskuldsson 82 högg
2.sæti: Magnús Finnsson 84 högg
3.sæti: Guðrún Karítas Garðarsdóttir 101 högg
Punktakeppni
1.sæti: Magnús Finnsson 34 punktar
2.sæti: Guðrún Karítas Garðarsdóttir 31 punktur
3.sæti: Sturla Höskuldsson 29 punktar

Keppt verður flest alla þriðjudaga í sumar og er þátttökugjald 1.000 krónur í hvert mót. Tilvalið mót fyrir GA félaga að taka þátt í og gott tækifæri til að lækka forgjöf og æfa sig í þátttöku í mótum.

Hægt er að spila hringinn hvenær sem er yfir daginn og þarf meðspilari að kvitta fyrir skori eftir að hring lýkur.

Þátttökugjald greiðist í klúbbhúsi fyrir hring og um leið er kylfingur skráður í mótið. 

Veitt verða verðlaun fyrir efstu þrjú sætin í punktakeppni með forgjöf og í höggleik án forgjafar.

Hæst er veitt forgjöf 24 hjá körlum og 28 hjá konum. 

Unglingar 14 ára og yngri leika af rauðum teigum
Karlar 70 ára og eldri leika af rauðum teigum
Konur leika af rauðum teigum
Karlar 15-69 ára leika af gulum teigum
Meistaraflokkskylfingar leika af hvítum teigum