Þriðja mótið í hausmótaröð GA

Stefnum á að halda þriðja haustmótið næstkomandi sunnudag :)

Veðurspáin er heldur betur að breytast okkur í hag og á veðrið á sunnudaginn að vera léttskýað og ca 10 stiga hiti og því skellum við í golfmót :)

Við ræsum út af öllum teigum kl. 12:00,  mæting kl. 11:15

Keppnisfyrirkomulag er punktakeppni, full forgjöf gefin.  Einnig verða veitt verðlaun fyrir besta skor í höggleik.

Vinsamlegast athugið að skráningin á golf.is er eingöngu til að raða í holl!