Þriðja degi Akureyrarmótsins lokið

Þriðji dagur í Akureyrarmótinu hófst kl 7:40 í blíðskaparveðri sem hélt út allan daginn þó hann hafi vökvað smá um kvöldmatarleytið. Þriðji dagurinn í fjagra daga móti býður oft upp á hreyfingar efstu manna og bar hann það sannarlega með sér. Margir spiluðu frábært golf og gaman að sjá stöðugt golf hjá mörgum og ljóst að æfingin skilar sér sannarlega hjá mörgum sem hafa lagt mikla vinnu við æfingar.

Kylfingar í 50+ flokkunum luku keppni en þeir spila þrjá hringi. Í flokki karla 50+ var það Anton Ingi Þorsteinsson sem sigraði á +10, en hann spilaði frábært golf þessa daga. Í öðru sæti var Guðmundur Sigurjónsson á +14 og í þriðja sæti var Jón Steindór Árnason á +15.

Í flokki 50+ kvenna var það Guðrún Sigríður Steinsdóttir sem sigraði á +40, Guðrún lék frábært golf á fyrsta degi og lét toppsætið ekki af hendi eftir það. Unnur Elva Hallsdóttir var í öðru sæti á +51 og í þriðja sæti var Birgitta Guðjónsdóttir á +57. 

Í flokki 70+ karla var það Birgir Ingvason sem lék stöðugt golf og endaði á +19 og vann nokkuð öruggt. Í öðru sæti var nýkrýndur heiðursmeðlimur GA hann Heimir Jóhannsson á +30 og í þriðja sæti Guðmundur Gíslason á +60.

Óskum við þessum keppendum til hamingju með frábært mót.

Lilja Maren Jónsdóttir lék frábært golf á þriðja degi og leiðir meistaraflokk kvenna nokkuð öruggt en hún spilaði á 72 höggum (+1). Í meistaraflokki karla leiðir Valur Snær með stöðugri spilamennsku á +5 samtals og honum fylgja fast á eftir félagarnir hans Víðir og þjálfarinn sjálfur Heiðar Davíð sem munu verða með honum í holli lokadaginn sjálfann.

 

Staða efstu keppenda í öllum flokkum er eftirfarandi.

Meistaraflokkur karla
1. Valur Snær Guðmundsson +5 71-74-73
2. Víðir Steinar Tómasson +10 78-72-73
3. Heiðar Davíð Bragason +13 78-73-75

Meistaraflokkur kvenna
1. Lilja Maren Jónsdóttir +18 82-77-72
2. Kara Líf Antonsdóttir +30 86-75-82
3. Björk Hannesdóttir +34 97-76-80

1. flokkur karla
1. Starkaður Sigurðarson +24 82-78-77
2. Jónatan Magnússon +26 81-81-77
3. Richard Eiríkur Taehtinen +35 80-88-80

1. flokkur kvenna
1. Guðríður Sveinsdóttir +29 83-75-84
2. Halla Berglind Arnarsdóttir +41 86-87-81
3. Ragnheiður Svava Björnsdóttir +48 84-82-95

2. flokkur karla
1. Óskar Jensson +36 83-88-78
2. Ingi Torfi Sverrisson +28 85-85-82
3. Baldvin Orri Smárason +43 85-85-86

2. flokkur kvenna
1. Guðrún Karítas Finnsdóttir +80 96-92-105
2. Birna Baldursdóttir +87 103-95-102

3. flokkur karla

1. Kári Gíslason +52 94-86-85
2. Stefán Sigurður Hallgrímsson +56 95-85-89
3. Auðunn Aðalsteinn Víglundsson +59 95-90-87

3. flokkur kvenna
1. Bryndís Björnsdóttir +62 100-104
2. Karólína Birna Snorradóttir +67 105-104
3. Linda Rakel Jónsdóttir +82 107-117

4. flokkur karla
1. Gunnar Gunnarsson +50 96-96
2. Árni Rúnar Magnússon +50 94-98
3. Stefán Bjarni Gunnlaugsson +51 92-101

4. flokkur kvenna
1. Sólveig María Árnadóttir +61 99-104
2. Þórunn Sigríður Sigurðardóttir +71 109-104
3. Páley Borgþórsdóttir +72 105-109

5. flokkur karla
1. Friðrik Tryggvi Friðriksson +81 109-111
2. Magnús G. Gunnarsson +89 113-115
3. Ágúst Jón Aðalgeirsson +96 123-111

Öldungar 50+ karlar
1. Anton Ingi Þorsteinsson +10 70-72-81
2. Guðmundur Sigurjónsson +14 78-75-74
3. Jón Steindór Árnason +15 75-75-78

Öldungar 50+ konur
1. Guðrún Sigríður Steinsdóttir +40 78-89-86
2. Unnur Elva Hallsdóttir +51 93-86-85
3. Birgitta Guðjónsdóttir +57 89-88-93

Öldungar 70+ karlar
1. Birgir Ingvason +19 77-75-80
2. Heimir Jóhannsson +30 86-81-76
3. Guðmundur Gíslason +60 97-92-84

14 ára og yngri
1. Kristófer Áki Aðalsteinsson +9 79-72
2. Sesar Blær Gautason +42 96-88
3. Jóakim Elvin Sigvaldason +43 90-95