Þórsmótið 3. júní

Opið mót verður haldið á Jaðri þann 3. júní - Golfmót Þórs. Það verður ræst út af öllum teigum samtímis, klukkan 9:30 og er því skráning á netinu aðeins til að raða sér saman í holl. Kylfingar skulu vera mættir upp á völl 9:00. 

Verðlaun eru með besta móti og hvetjum við alla kylfinga til að skrá sig í mótið. 

Skráning fer fram á golf.is í síma 462-2974 eða á skrifstofa@gagolf.is