Þorrablót GA 3. febrúar

Laugardaginn 3. febrúar verður Þorrablót GA haldið á Jaðri til styrktar barna- og unglingastarfs GA. 

Húsið opnar 18:30 og hefst borðhald kl.19:00.

Miðaverð er 6.500kr og verður miðasala í golfhöllinni, sunnudaginn 28. janúar á milli 13-15. Ef þið komist ekki á þeim tíma til að kaupa miða er hægt að hafa panta miða með því að senda póst á vedisbirgisdottir@gmail.com eða jonheidar@gagolf.is 

Einnig er hægt að kaupa miða upp á Jaðri alla virka daga milli 8-16.

Einungis 150 miðar verða í boði.

Skemmtilegar uppákomur á blótinu, bögglauppð og fleira gaman. Alla drykki verður hægt að versla á barnum.