Þórhallur Pálsson fór holu í höggi

Draumahöggið sló hann á 6 holu í dag 30. júní.

Að sögn þeirra Kjartans Sigurðssonar, Ævars Ármannssonar og Haraldar Júlíussonar sem voru með Þórhalli í holli þá fór kúlan á flugi beint í holu.  Þórhallur kippti sér nú ekki mikið upp við þetta enda var þetta í 3 skiptið á ferlinum sem hann slær draumahöggið. Þetta var í annað skiptið sem hann fer holu í höggi á 6. holu og hefur hann líka farið á 14. holu. Við hjá Golfklúbb Akureyrar óskum honum innilega til hamingju með þetta afrek, en það er ekki margir sem hafa farið þrisvar sinnum holu í höggi!