Þjónustukönnun í fullum gangi – ert þú búin að taka þátt?

Nýlega var sendur tölvupóstur til félaga í GA þar sem þeir eru beðnir að taka þátt í árlegri þjónustukönnun, þar sem þeir eru spurðir álits á ýmsu því sem snertir starfsemi klúbbsins. Þetta er í annað skipti sem slík könnun er gerð, en niðurstöður hennar nýtast sérstaklega vel þegar áherslur í starfinu eru mótaðar.

Þátttakan er þegar orðin mjög góð. Við viljum hins vegar biðja þá sem ekki hafa ennþá svarað að taka þátt, því þetta er mjög gott tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Niðurstöður könnunarinnar verða svo kynntar á félagafundi fljótlega.

Ef einhverjar spurningar vakna varðandi könnunina má senda fyrirspurn á gagolf@gagolf.is.