Þjónustukönnun GSÍ 2019 (1)

Golfsamband Íslands gerði þjónustukönnun á haustmánuðum 2019 þar sem golfarar voru spurðir spjörunum úr í sambandi við golfiðkun sína, golfklúbbinn sinn og fleira í þeim dúr.

Við munum á næstu dögum birta niðurstöður tengdar GA úr þessari könnun fyrir félagsmenn okkar.

Þegar kylfingar voru beðnir um álit sitt á viðmóti starfsfólks voru 58% GA félaga mjög ánægðir og 36% frekar ánægðir með sem er hærra hlutfall en almennt hjá heildinni. 45% GA félaga var mjög ánægður með símsvörun hjá klúbbnum og 37% frekar ánægðir. Þegar litið er á niðurstöður heildarinnar voru aðeins 28% mjög ánægðir með símsvörun klúbbsins síns og því greinilega meiri ánægja hjá GA en annars staðar.

Leikhraðinn er eitthvað sem allir klúbbar þurfa greinilega að vinna í en aðeins 22% kylfinga er mjög ánægður með leikhraða í sínum klúbbi og 53% frekar ánægðir. Hjá GA var 22% mjög ánægðir og 50% frekar ánægðir.

Ljóst er að við hjá GA höfum gert vel í æfingasvæði okkar bæði inni og úti þar sem gríðarlega mikil ánægja ríkir hjá GA félögum með æfingastöðu bæði inni og úti. Þegar á heildina litið eru aðeins 28% kylfinga mjög ánægðir með æfingaaðstöðu síns klúbbi úti og 42% frekar ánægðir. Sé hins vegar einungis skoðaðar niðurstöður GA félaga má sjá að 66% GA félaga eru mjög ánægðir með æfingaaðstöðuna úti og 32% frekar ánægðir. Þegar litið er á æfingaaðstöðuna inni eru í heildina 22% mjög ánægðir og 23% frekar ánægðir en hjá GA eru 47% mjög ánægðir og 36% frekar ánægðir.

Við munum á næstu dögum birta frekari niðurstöður úr þessari þjónustukönnun á vefnum hjá okkur.