Þjónustukönnun GSÍ (2)

Golfsamband Íslands gerði þjónustukönnun á haustmánuðum 2019 þar sem golfarar voru spurðir spjörunum úr í sambandi við golfiðkun sína, golfklúbbinn sinn og fleira í þeim dúr.

Við munum á næstu dögum birta niðurstöður tengdar GA úr þessari könnun fyrir félagsmenn okkar.

Á undanförnu ári hefur aðgengi okkar GA félaga að golfkennslu aukist til muna og orðið betra en áður var. Þegar kylfingar voru spurðir út í aðgengi að golfkennslu voru 50% GA félaga sem voru mjög ánægðir með aðgengið og 37% frekar ánægðir. Hjá heildinni voru aðeins 31% mjög ánægðir og 36% frekar ánægðir og því ljóst að við hjá GA erum að gera vel í okkar málum í golfkennslu. 

Mótttaka nýliða er eitthvað sem við hjá GA reynum að gera vel og sást bersýnilega árangur þar þegar litið er á niðurstöður könnunarinnar. 37% félaga voru mjög ánægðir með móttöku nýliða og 36% frekar ánægðir, hjá heildinni voru 27% mjög ánægðir og 32% frekar ánægðir. Við hjá GA reynum að bjóða nýliða hjá okkur velkomna í klúbbinn með sem bestu móti og viljum alltaf gera betur og tökum því vel á móti ábendingum þar.

Það hefur orðið mikill uppgangur í barna- og unglingastarfi GA síðastliðið árið eða svo og sást það vel á niðurstöðum. Kylfingar í GA voru ánægðir með barna- og unglingastarfið en 45% svarenda voru mjög ánægðir og 38% frekar ánægðir en þegar litið var á heildina voru 29% mjög ánægðir og 30% frekar ánægðir. Heiðar Davíð og Stefanía hafa gert vel í að blómga barna- og unglingastarf okkar og höldum við áfram að stefna hærra þar. 

Við munum á næstu dögum birta frekari niðurstöður úr þessari þjónustukönnun á vefnum hjá okkur.