Þjónustukönnun GA - helstu niðurstöður

Fyrir nokkru sendi stjórn GA út þjónustukönnun á alla félaga í golfklúbbnum.  Þátttaka var mjög góð, en um 250 félagar svöruðu könnunni.

Helstu niðurstöður

Í könnuninni kemur fram að félagar eru almennt ánægðir með þjónustu golfklúbbsins, þær framkvæmdir sem þegar eru um garð gegnar og aðstöðuna í Golfhöllinni svo eitthvað sé nefnt.  Það sem félagar nefna helst að bæta megi eru ákveðnir hlutar vallarins, s.s. teigar og glompur, auk þess sem félögum finnst mörgum að betur megi gera í almennri umhirðu vallarins.  Æfingaaðstaða þykir ekki nógu góð, þ.m.t. mottur, boltar, aðgengi að æfingasvæðinu og umgengni um það.

Helstu niðurstöður má finna í meðfylgjandi viðhengi.

Félagafundur

Til að fara nánar yfir einstaka þætti könnunarinnar verður boðað til félagafundar í febrúar.  Þar verður farið ítarlega yfir þætti sem snerta framtíðarskipulag vallarins, auk þeirra þátta sem félagar nefndu sérstaklega að þeim þætti ábótavant.  Nákvæm dagsetning fyrir félagafundinn verður kynnt á gagolf.is og í tölvupósti til félaga fljótlega.