Þjónustukönnun GA - helstu niðurstöður

Að undanförnu hefur félögum GA gefist kostur á að taka þátt í þjónustukönnun GA.  Þetta er annað árið sem slík könnun er gerð og var þátttakan mjög góð, en um 250 félagar svöruðu.  Við notuðum hádegishléið á vinnudeginum í dag til að fara yfir helstu niðurstöður.

Helstu niðurstöður

Í könnuninni kemur fram að félagar eru almennt ánægðir með þjónustu golfklúbbsins.  Nýjar framkvæmdir á 4. braut og við teiga fá jákvæða umsögn, auk þess félgar lýsa yfir ánægju með aðstöðu í Golfhöllinni svo eitthvað sé nefnt.  Það sem félagar nefna helst að bæta megi eru ákveðnir hlutar vallarins, s.s. eldri teigar og glompur.  Almenn umhirða fær hins vegar mun jákvæði umsögn í ár en í fyrra.  Æfingaaðstaða þykir ekki nógu góð, þ.m.t. mottur, boltar, en æfingaflatir fá hins vegar mjög góða einkunn.  Loks benda margir félagar á það að vallareftirlit þurfi að efla, bæði til að tryggja að gestir greiði félags- eða vallargjald og til að auka leikhraða á vellinum.

Þátttaka félaga í könnun sem þessari er mjög mikilvæg, enda nýtir stjórn og starfsfólk klúbbsins niðurstöðurnar til að móta starfið.  Við þökkum kærlega fyrir góða þátttöku í könnuninni og vonumst til að framhald verði á næsta ári.

Tengd skjöl