Þjónustukönnun

Þjónustukönnun - Segðu þitt álit

Þjónustkönnun Golfklúbbs Akureyrar hefur verið send á þá GA félaga sem eru með skráð netfang hjá klúbbnum, þar sem stjórn vinnur í umboði félagsmanna þá væri gaman að heyra hvað ykkur finnst að gott sé og annað sem betur mætti fara. Spurt er um viðhorf ykkar til ýmissa þátta í þjónustu golfklúbbsins. Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar fyrir félögum þegar þær liggja fyrir, og verða enn fremur nýttar við skipulag, forgangsröðun og ákvarðanatöku.

Það tekur aðeins nokkrar mínutur að taka þátt og ekki er hægt að rekja svör til einstakra þátttakenda. Við yrðum mjög þakklát fyrir þátttöku þína.

Ef þú veist um einhvern félaga sem ekki hefur fengið könnunina þá endilega látið okkur vita á netfangið gagolf@gagolf.is, því við höfum ekki netföng allra GA félaga og þeir sem ekki eru með netföng fá könnunina senda í pósti.

Bestu kveðjur
Stjórn GA