The Masters leikur GA

Nú er the Masters að byrja á fimmtudaginn næsta á Augusta vellinum  og er til mikils að vinna hjá þeim kylfingum sem taka þátt. Patrick Reed vann mótið í fyrra á 15 undir pari og á hæla hans kom Rickie Fowler á 14 undir.

Við hjá GA höfum ákveðið að henda í smá leik í tilefni mótsins og eru leikreglur hér að neðan:

Þú velur þér fjóra kylfinga á mótinu og gildir árangur þriggja bestu til sigurs. Sá vinnur sem fær “fæst” stig en stig eru gefin eftir því í hvaða sæti kylfingurinn lendir. Til dæmis ef þú velur Tiger Woods, Rickie Fowler, Jordan Spieth og Rory McIlroy og þeir enda í 1.2.3&4. sæti þá færð þú 6 stig (1+2+3). Í vinning er 30 mínútna einkatími hjá Heiðari Davíð ásamt hamborgaramáltíð á Fabrikkunni.

Einnig er hægt að senda hver vinnur mótið og á hvað mörgum höggum undir pari hann spilar og sá sem vinnur það fær 30 mínútna einkatíma hjá Heiðari Davíð.

Ef tveir eða fleiri eru jafnir efstir er dregið um sigurvegara.

Svör skulu sendast á skrifstofa@gagolf.is fyrir 12:00 á fimmtudaginn 11. Apríl.

The Masters verður sýnt í Golfhöllinni frá fimmtudegi - sunnudags.