Það besta sem þú gerir er að spila golf

Samkvæmt nýrri könnun eru þeir sem spila golf líklegri til að lifa heilbrigðara og lengra lífi en meðalmaðurinn og getur golfið meðal annars komið í veg fyrir hjartasjúkdóma og minnisleysi.

Í könnuninni, sem birt var í The British Journal of Sports Medicine og náði til um 5000 þátttakenda, voru rannsökuð tengsl milli heilsufars og golfspilunar og kom í ljós hversu  hollt er að stunda reglulega hreyfingu, golf í þessu tilviki. Golf hafði jákvæð áhrif á hjartað, æðakerfið, lungun og brennslu líkamans.

Einnig hjálpaði golfið við að vinna á meinum á borð við hjartasjúkdóma, sykursýki 2, krabbameini og fleiri kvillum.

Við vissum svo sem alltaf að golf væri gott fyrir alla, en hér er það endanlega staðfest :)