Texas Scramble mót á sunnudaginn

Texas Scramble - Styrktarmót - keppnishópar Unglinga GA

Sunnudaginn 2. október, kl. 11:00

4 Manna Texas Scramble þar sem 1 afrekskylfingur/unglingur frá GA er í hverju holli ássamt 3 örðum leikmönnum (skipt jafnt í hollin eftir forgjöf).  
Forgjöf hvers liðs er samanlögð leikforgjöf allra 4 leikmanna, deilt með 10.

Nota verður minnst 4 teighögg frá hverjum leikmanni liðsins á hringnum.  Sá leikmaður sem á boltann sem er valinn hverju sinni skal slá fyrstur og svo hinir 3 á eftir, innan eins skorkortslengdar frá staðnum sem boltinn lá, þó ekki nær holu.

Ræst verður út af öllum teigum samtímis kl. 11:00, mæting í golfskála kl. 10:30.

Mótsgjald er kr. 5.000 kr. á mann.

Fjöldi flottra vinninga í boði!  
Verðlaun fyrir 5 efstu liðin.  
Nándarverðlaun á öllum par 3 holum!

Kaffi og kleinur í boði að móti loknu

Vertu með í skemmtilegu móti og styrktu unglingana og keppnisfólkið okkar í leiðinni!

Með kveðju 

Afreks- og unglinganefnd GA.