Tap í öðrum leik karlasveitar GA

Karlasveit GA leikur í efstu deild þessa dagana í Íslandsmóti golfklúbba á Leirdalsvelli. Eftir jafntefli í fyrsta leik mættu strákarnir okkar sterkri sveit GKG og úrslit voru eftirfarandi:

GA 0 - 5 GKG

Víðir Steinar Tómasson og Eyþór Hrafnar Ketilsson tapa 5/4

Ævarr Freyr Birgisson og Mikael Máni Sigurðsson tapa 6/5

Örvar Samúelsson tapar 2/1

Lárus Ingi Antonsson tapar 6/4

Tumi Hrafn Kúld tapar 1/0

Strákarnir mæta Leyni í síðasta leik riðilsins, og er ljóst að sá leikur verður að vinnast.