Tap í fyrstu umferð á móti GKG

Gunnar Aðalgeir er liðsstjóri liðsins
Gunnar Aðalgeir er liðsstjóri liðsins

Strákarnir okkar hófu leik í morgun á móti feykisterku liði GKG en spilað var á Urriðavellinum, heimavelli GO.

Úrslitin voru sem hér segir:
Lárus Ingi og Óskar Páll vs Sigurður Arnar og Jón Gunnarsson jafntefli
Víðir Steinar og Ævarr Freyr vs Kristófer Þórðarson og Ólafur Loftsson 6/5 tap
Eyþór Hrafnar vs Aron Snær 3/1 tap
Örvar vs Hlynur Bergsson 2/1 tap
Tumi Hrafn vs Ragnar Már 4/3 tap

Það er ljóst að okkar menn eiga nóg inni en strax í næstu umferð mæta þeir Golfklúbbnum Keili sem eru einmitt ríkjandi Íslandsmeistarar í golfi. GK vann sinn fyrsta leik 4/1 á móti GS og verða strákarnir okkar að eiga sinn besta leik á eftir. Við fylgjumst með stöðu mála í þeirri viðureign sem hefst kl. 14:44 en nánar um riðill okkar manna má sjá hér: https://www.golfbox.dk/livescoring/tour/#/competition/2090477/roundrobin